Ekkert flogið norður síðdegis

mbl.is/Ernir

„Kostnaðurinn af völdum þessarra aðgerða getur hlaupið á nokkrum milljónum,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslandi, en búið er að aflýsa öllu flugi milli Reykjavíkur og Húsavíkur í dag.

Flugfélagið býður farþegum að fljúga á morgun í staðinn eða fá farmiða sína endurgreidda.

Ekki verður boðið upp á rútuferðir og segir Árni félagið aldrei hafa gripið til þess hvort eð er þegar utanaðkomandi aðstæður hafa raskað flugi.

Um 300 farþegar komust ekki leiðar sinnar í dag vegna aðgerða slökkviliðsmanna og segir Árni að farin verði a.m.k. ein aukaferð á morgun til Akureyrar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert