Ætla að kæra Húsdýragarðinn

Stúlkan missti um fjórðung af hárinu og finnur ennþá til …
Stúlkan missti um fjórðung af hárinu og finnur ennþá til í hársverðinum.

Petra Eiríksdóttir, móðir sex ára telpu sem marðist og missti fjórðung hárs síns með rótum eftir að hún festist í hringekju í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 30. júlí sl., telur viðbrögð starfsmanna við slysinu hafa verið „fyrir neðan allar hellur“. Enginn starfsmaður hafi boðið þeim mæðgum aðstoð að fyrra bragði.

Foreldrarnir hyggjast leggja fram kæru á hendur garðinum þar sem þess er krafist að hringekjan sem telpan sat í þegar slysið varð verði rannsökuð og kannað hvort aðgerðir starfsfólks á slysstað samræmist verklagsreglum. Að sögn Petru hvatti rannsóknarlögreglan fjölskylduna til að leggja fram kæru.

Petra segist þakklát fyrir að ekki fór verr en segir viðbrögð starfsmanna með ólíkindum og telur ámælisvert að lögregla hafi ekki verið kölluð á vettvang.

Ekkert hár hefur enn vaxið í stað þess sem rifnaði upp af höfði litlu telpunnar og svo gæti farið að hún þyrfti að gangast undir hárígræðslu. Petra segir að hún vakni enn upp á nóttunni með martraðir enda hafi slysið verið mikið áfall.  

Ýtarleg umfjöllun er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert