Með svipuð laun og borgarstjórinn

Allur gangur virðist vera á því hvort laun bæjar- og sveitarstjóra hækka, lækka eða standa í stað nú þegar nýtt fólk tekur við þessum störfum víða um land í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í vor.

Laun bæjarstjóra virðast heldur ekki endilega fara eftir stærð sveitarfélaga. Þannig er bæjarstjórinn í Sandgerði, þar sem innan við tvö þúsund manns búa, með álíka há laun og borgarstjóri Reykjavíkur, þó án aðgangs að bíl og bílstjóra.

Á Blönduósi þar sem innan við 900 manns búa er bæjarstjórinn með 880.000 kr. í laun á mánuði, en í Árborg þar sem tæp átta þúsund búa fær nýr framkvæmdastjóri sveitarfélagsins 895.000 kr. í föst laun.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert