Segir Björgólf fara með rangt mál

Róbert Wessman.
Róbert Wessman.

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, segir að Björgólfur Thor Björgólfsson fari með rangt mál þegar hann segi, að Róbert hafi verið vikið úr forstjórastarfi Actavis vegna þess ap rekstraráætlanir stjórnenda fyrirtækisins stóðust engan veginn. 

„Ég hef  hingað til ekki haft mig í frammi vegna fjöldamargra rangfærslna Björgólfs í gegnum tíðina. Tilmæli hans sem beinast að mér persónulega í þetta sinn þá vil ég staðfesta að nú eins og oft áður fer Björgólfur með rangt mál. Rekstur Actavis er þekktur á meðal starfsmanna og samstarfsaðila um allan heim í minni tíð og eftir að ég hætti störfum.  Þessar athugasemdir Björgólfs eru því ekki svara verðar.

Í ljósi þessara ragnfærslna  hvet ég  fjölmiðla að skoða aðrar yfirlýsingar Björgólfs með gagnrýnum augum," segir í yfirlýsingu Róberts. 

Áætlanir stjórnenda Actavis stóðust ekki

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert