Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir

Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir.
Skattahækkanir óþarfar ef svo fer fram sem horfir.

Sé gert ráð fyrir 9% niðurskurði á útgjöldum hins opinbera á næsta fjárlagaári, eins og yfirlýsingar gefa tilefni til, má reikna með að halli á ríkissjóði á árinu 2011 verði um 60 milljarðar.

Þetta er töluvert undir markmiði samstarfsáætlunar ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem gerir ráð fyrir 80 milljarða halla, eða um 5,3% af vergri landsframleiðslu.

Gangi þetta eftir myndast slaki upp á 20 milljarða króna, sem dregur úr þörfinni á auknum tekjum ríkissjóðs gegnum skattheimtu. Áætlun AGS gerir ráð fyrir að tekjuafgangur verði af ríkissjóði á næsta ári ef frá eru skildar vaxtagreiðslur. Árið 2013 verði ríkissjóður hallalaus, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert