Enn frestast mál um ógildingu sektar olíufélaganna

Arnaldur Halldórsson

Krafa olíufélaganna þriggja, Olís, Skeljungs og Kers, um lækkun eða niðurfellingu sekta vegna ólögmæts verðsamráðs verður líklega ekki tekin til aðalmeðferðiar fyrr en á næsta ári. Leiðir þetta af því að gagnaöflun félaganna vegna málsins er ekki lokið.

Málið var þingfest árið 2005. Síðan þá hefur viðamikil gagnaöflun farið fram og hefur málinu því ekki verið lokið. Olíufélögin byggja kröfu sína um lækkun eða niðurfellingu á því að þau hafi ekki haft ágóða af hinu ólögmæta samráði. Telja þau að þau göng sem aflað hefur verið sýni meðal annars fram á þetta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert