Smyglarar áfram í haldi

Davíð og Gunnlaugur ganga inn í dómsal í héraðsdómi.
Davíð og Gunnlaugur ganga inn í dómsal í héraðsdómi. Ernir Eyjólfsson

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Guðlaugi Agnari Guðmundssyni, 23 ára, og Davíð Garðarsson, 41 árs. Þeir voru þann 23. júlí sakfelldir, ásamt þremur öðrum, fyrir smygl á rúmlega einu og hálfu kílói af kókaíni til landsins.

Guðlaugur og Davíð voru báðir dæmdir til fjögurra og hálfs árs fangelsi og hlutu þyngstu dóma fimmmenninganna. Dómunum var áfrýjað.

Í dómi Hæstaréttar segir að með tilliti til alvarleika sakarefnis þyki í þágu almannahagsmuna nauðsynlegt að framlengja gæsluvarðhaldið meðan mál þeirra séu til meðferðar fyrir Hæstirétti.

Skulu þeir sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm en þó ekki lengur en til 22. október .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert