Bæjarfulltrúar á siðfræðinámskeið

Bæjarfulltrúar L-listans eftir að listinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn …
Bæjarfulltrúar L-listans eftir að listinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar í maí. mbl.is/Skapti

Allir bæjarfulltrúar L-lista fólksins á Akureyri og formenn nefnda á vegum flokksins munu sækja siðfræðinámskeið, sem Guðmundur Heiðar Frímannsson mun halda.

Listinn fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í maí. Í tilkynningu frá listanum segir, að vandi fylgir vegsemd hverri og völdum fylgi ábyrgð og því hafi bæjarfulltrúarnir ákveðið að fá fagfólk til að fara yfir siðfræði með þeim.

Á námskeiðinu, sem verður í dag og á morgun, munu Guðmundur Heiðar, sem er doktor í siðfræði, og Grétar Þór Eyþórsson, doktor í stjórnmálafræði og prófessor við Háskólann á Akureyri, fara yfir helstu atriði sem þetta varðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert