Harmar að Ásta hafi dregið umsóknina til baka

Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs.
Höfuðstöðvar Íbúðalánasjóðs. mbl.is/Árni Sæberg

Hákon Hákonarson, stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs, segir að íhlutun félagsmálaráðherra í ráðningu forstjóra sjóðsins koma sér á óvart. Ráðherra sendi stjórninni bréf þar sem hann stakk upp á að skipa valnefnd sem fjalli um umsækjendur um starfið. Þetta féllst stjórnin á og í kjölfarið dró Ásta Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, umsókn sína til baka.

„Ég harma það mjög að Ásta hafi dregið sig út úr þessu. Mér finnst það slæmt mál. Ásta er mjög hæf manneskja. Það kom mér á óvart að ráðherra skyldi fara fram á þetta. Eftir að hafa skoðað þetta mál fannst mér mjög erfitt að hafna þessari málaleitan ráðherra. Þessi hugmynd hans kom mér á óvart,“ segir Hákon, sem kveður Ástu njóta fulls trausts stjórnarinnar.

Elín R. Líndal stjórnarmaður sat hjá við afgreiðslu tillögunnar um valnefnd. „Ég greiddi ekki atkvæði með þessu inngripi ráðherra. Úr því sem komið var hefði ég talið farsælast að auglýsa stöðuna aftur,“ segir Elín.

Guðmundur Bjarnason hætti störfum sem framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs í lok júní og átti að ráða í stöðuna frá og með 1. júlí. Ekki hefur hins vegar náðst samstaða í stjórninni um málið. Ásta hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs á meðan. 

Ásta dregur umsókn til baka

Valnefnd um Íbúðalánasjóð

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert