Upplýsingafundur um stöðu orkumála

Fundur verður síðdegis í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 14:30 um stöðu orkumála og fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Hefur Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, boðað forsvarsmenn orku- og álfyrirtækja, sveitarstjórnamenn, og forustu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins á fundinn. 

Um er að ræða upplýsingafund þar sem fjallað verður um stöðuna. Forustumenn samtaka vinnumarkaðarins hafa átt viðræður við stjórnvöld að undanförnu um stöðu atvinnumála og því eru þeir boðaðir til fundarins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka