Myndir frá Vogum skoðaðar í morðrannsókn

Hannes Þór Helgason.
Hannes Þór Helgason.

Mynd af Hannesi Þór Helgasyni, sem var myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði 15. ágúst, er í myndasafni Víkurfrétta frá fjölskyldudeginum í Vogum. Á myndinni stendur hann einn fyrir aftan unnustu sína. Myndin var tekin að kvöldi fjölskyldudagsins en síðar um nóttina var Hannes myrtur. 

Fram kemur á vef Víkurfrétta, að lögreglan fékk afrit af ljósmyndum Víkurfrétta frá fjölskylduhátíðinni strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar með það fyrir augum að finna hugsanlegan morðingja á myndunum.

23 ára gamall karlmaður var í síðustu viku úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð í dag.

Frétt Víkurfrétta  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert