Varnarmálastofnun undir áætlun

Varnarmálastofnun
Varnarmálastofnun mbl.is/Rax

Áætlanir gerðu ráð fyrir því að kostnaður af rekstri Varnarmálastofnunar næmi 683 milljónum króna fyrstu átta mánuði ársins. Bókfærð gjöld eru þann 1. september hins vegar 487 milljónir. Í dag hefur Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar verið leyst undan reglubundnum starfsskyldum sínum, þ.m.t. stjórn stofnunarinnar og ábyrgð á daglegum rekstri.

Er það í samræmi við breytingar á varnarmálalögum sem tóku gildi fyrr í sumar.

Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að einhverjir reikningar til stofnunarinnar gætu þó átt eftir að berast og því ekki um endanlegt uppgjör að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert