Heimilt að skrá vélar ECA hér á landi

Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur.

Flugmálastjóri hefur fengið heimild frá fráfarandi samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Kristjáni L. Möller, til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir hollenska fyrirtækið ECA Program Limited hér á landi. Greint er frá þessu á vef ráðuneytisins í dag.

„Undanfarið hefur átt sér stað mikil vinna og gagnaöflun í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu varðandi starfsemi ECA. Eftir mikla yfirlegu og rannsóknarvinnu var ákveðið að veita Flugmálastjórn Íslands heimild til að hefja undirbúning að skráningu loftfaranna hér á landi.

Á Suðurnesjum er eitt mesta atvinnuleysi á landinu og afar brýnt að ný verkefni sem skapað geta atvinnu á svæðinu verði að veruleika sem fyrst. Þessi starfsemi á að geta skapað allt að 150 störf til lengri tíma en um 200 störf á uppbyggingartímanum sem gæti hafist strax á þessu ári þó að ekki verði búið að ljúka við reglugerðarbreytingu áður," segir á vef ráðuneytisins.

Þann 20. júlí sl. var haft eftir Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra og formanni VG, að ríkisstjórnin hafi ekki hafa tekið fyrir mál hollenska herflugfyrirtækisins E.C.A. Programs. „Það hefur nú lítið gerst í því máli. Samgönguráðherra kom með minnisblað inn í ríkisstjórn sem var ekki tekið fyrir, það er á biðmálaskrá . Það hefur ekki nein afstaða verið tekin til þess hvort þetta er einhver starfsemi sem við ætlum að leggja nafn okkar við. Það er engin sérstök stemmning fyrir því í mínum herbúðum.“

Svo virðist sem afstaða VG hafi breyst í þessu máli miðað við frétt á vef samgönguráðuneytisins nú eftir hádegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert