Rannsaka ösku í háloftunum

Mikið af gosefnum fór upp í andrúmsloftið í gosinu í …
Mikið af gosefnum fór upp í andrúmsloftið í gosinu í Eyjafjallajökli. Kristinn Ingvarsson

Gríðarlega umfangsmikil rannsókn á áhrifum eldfjallaösku í háloftunum er að fara af stað í Skotlandi. Verkefnið á að standa í fimm ár og áætlað er að það kosti 430 þúsund pund.

Það er dr. John Stevenson frá háskólanum í Edinburgh sem stýrir verkefninu. Með rannsóknunum er stefnt að því að bæta spár um dreifingu eldfjallaösku í háloftunum. 

Eldgosið í Eyjafjallajökli hafði gríðarleg áhrif á flugsamgöngur í Evrópu. Margir í fluggeiranum gagnrýndu þær lokanir sem ákveðnar voru í kjölfar gossins og töldu að þær byggðust ekki á nægilega traustum rannsóknum.

Dr Stevenson sagði í samtali við BBC að hann myndi m.a. rannsaka hvers konar ösku megi vænta úr mismunandi tegundum af eldgosum, en hann segir að aska frá eldgosum geti verið frá því að vera eins konar ryk yfir í það að líkt sandi.

„Smágerð aska getur ferðast mjög langt, en við viljum reyna að komast að því hversu hátt hún fer og hversu hratt hún fer.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert