Sala á áfengi dregst saman

ÁTVR segir, að sala áfengis sumarmánuðina júní, júlí og ágúst sé örlítið minni en sömu mánuði í fyrra.  Sala á rauðvíni, hvítvíni og freyðivíni sé meiri en sömu mánuði 2009 en sala á bjór og sterkum vínum minni. 

Sala á freyðivíni hefur hins vegar aukist talsvert á  milli ára en sala sumarsins nær hins vegar ekki sölu sömu mánaða 2007 en þá seldust  um 30 þúsund lítrar af freyðivíni.

Fyrstu átta mánuði ársins er samdráttur í seldum lítrum 6% á milli ára.  Minni samdráttur er í sölu á hvítvíni en rauðvíni en hlutfallslega hefur dregið meira úr söu bjórs eða 6% á milli ára.   Sala á ókrydduðu brennivíni og vodka og blöndum drykkjum dregis mikið saman á milli ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert