Fráleitt að sækja ráðherrana til saka

Margrét Frímannsdóttir
Margrét Frímannsdóttir

Margrét Frímannsdóttir, fangelsisstjóri á Litla-Hrauni og fyrrverandi formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir það fráleitt að leggja það til að sækja eigi fjóra fyrrverandi ráðherra til saka fyrir landsdómi samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.

Margrét sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að hugmyndin væri grafalvarleg. Hún sagði að vinnubrögð þingmannanefndar, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, samræmist ekki réttarríki. Margrét er þeirrar skoðunar að  lögin um ráðherraábyrgð sem nefndin byggir á séu úrelt og því óhæft að draga menn fyrir landsdóm með vísan til þeirra.

Hún sagði að þingmenn sem það styðji viti ekki hvað þeir geri og verði af ákærunum sé brotið á rétti fyrrverandi ráðherranna fjögurra, Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvins G. Sigurðssonar. Búast megi við því að málið endi fyrir mannréttindadómstólum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert