Meira en nóg af áhættufjárfestingum

Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands telur að með kaupum Framtakssjóðs á Vestia, af Landsbankanum, hafi stjórn sjóðsins farið  langt út fyrir þann ramma sem lagður var til grundvallar þegar hlutverk sjóðsins var kynnt fyrir  stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem gert er ráð fyrir að standa muni að fjármögnun Framtakssjóðsins. 

Segist sjórn FFSÍ í ályktun telja, að byrjað hafi verið á öfugum enda, þar sem  ekki hafi á nokkurn máta  verið sýnt fram á að kröfu um ávöxtun  sé fullnægt. 

Stjórnin leggur áherslu á, að nú þegar sé meira en nóg  komið af áhættufjárfestingum hjá  lífeyrissjóðum íslensks launafólks.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert