Úreltur landsdómur

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.

Fyrirkomulagið með landsdóm er fullkomlega úrelt og á ekki að vera við lýði, segir Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélagsins.

Hann segir það koma á óvart að þingmenn hafi lagt til að kæra fyrrverandi ráðherra til landsdóms.

„Þessi gömlu lög um ráðherraábyrgð samræmast illa nútímasjónarmiðum um skýrleika réttarheimilda sem snúa að refsingum og réttindum sakborninga. Það gengur ekki að þeir sem eru ásakaðir skuli ekki njóta hefðbundinna réttinda sakborninga eins og að mál séu rannsökuð og þeir fái að koma að andmælum. Það er réttur manna áður en ákvörðun er tekin um ákæru gegn þeim. Ef menn hafa brotið refsilagaákvæði ætti að sækja þá til saka fyrir almennum dómstólum,“ segir Brynjar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka