Ekki í anda laga um greiðsluaðlögun að mati ráðherra

Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra.
Guðbjartur Hannesson félagsmálaráðherra. mbl.is/Ómar

Félagsmálaráðherra segist munu kanna forsendur Hæstiréttar í dómi um að veðbönd skyldu standa á fasteign tengdaföður einstaklings sem fékk skuld sína hjá SPRON fellda niður með greiðsluaðlögun. Slík niðurstaða sé ekki í anda laga um greiðsluaðlögun.

Umræddur dómur féll í síðustu viku. Með honum var felld úr gildi staðfesting héraðsdóms á þeirri ákvörðun sýslumanns að afmá veðbönd af fasteign í eigu tengdaföður manns, sem fékk samþykktan samning til greiðsluaðlögunar í fyrra. Samkvæmt samningnum voru eftirstöðvar skuldabréfs sem tekið var hjá SPRON árið 2004 felldar niður, en veðið í eign tengdaföðurins var vegna þeirrar skuldar.

Í dómi Hæstaréttar er vísað í ákvæði gjaldþrotalaga um að nauðasamningur haggi ekki rétti lánardrottins til að ganga að tryggingu sem þriðji maður veitir vegna skuldbindingarinnar. Ekki var hróflað við þessu ákvæði í lögum um greiðsluaðlögun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag um þetta mál.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert