Minntust Geysisslyssins með fallhlífarstökki

Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur stökk úr Þristinum í fallhlíf yfir Akureyri á …
Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur stökk úr Þristinum í fallhlíf yfir Akureyri á laugardag. mbl.is

Síðastliðinn laugardag voru sextíu ár liðin frá því að áhöfn Geysis, flugvélar Loftleiða, fannst heil á húfi á Bárðarbungu á Vatnajökli eftir að hafa brotlent þar fimm dögum fyrr.

Af því tilefni stóðu Icelandair, Flugfélag Íslands, Þristavinafélagið, Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur og Flugsafn Íslands fyrir athöfn á Akureyri til að minnast björgunarstarfs og þeirrar mildi að ekki fór verr.

Flogið var á DC-3-flugvélinni Páli Sveinssyni og úr henni vörpuðu flugbjörgunarsveitarmenn pökkum í fallhlíf og loks sjálfum sér, að því er segir í frásögn af atburðinum í Morgunblaðinu í dag.

„Þeir vörpuðu þarna úr Þristinum, það var táknrænt því það var gert líka þegar búið var að finna þau. Þá hentu björgunarsveitarmenn vistum niður til þeirra á jöklinum,“ segir Gestur Einar Jónasson, safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyri.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert