Stuðningur Samfylkingar ræður miklu

„Það er ljóst að þessi tillaga þingnefndar um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum nýtur ekki óskipts stuðnings þingmanna Samfylkingarinnar og það getur haft veruleg áhrif á það hvort hún verður afgreidd á þessu þingi“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Bjarni segir það enga tilviljun að þessu valdi sem landsdómur er hafi ekki verið beitt í 100 ár. Með þessu sé þingið að feta sig inn á nýjar slóðir um það hvenær ráðherrar skuli sæta refsiábyrgð vegna embættisfærslna sem getur haft alvarlegar afleiðingar á samskipti þingsins og framkvæmdavaldsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert