Fjalla um Ísland næsta miðvikudag

Reuters

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun fjalla um þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun Íslands næstkomandi miðvikudag 29. september. Einnig verður fjallað um árlega skýrslu, sem sérfræðingar sjóðsins hafa gert um íslensk efnahagsmál.

Þetta kemur fram á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Áður hafði efnahags- og viðskiptaráðuneytið tilkynnt, að samkomulag hefði náðst um að þriðja endurskoðunin færi fram 29. september og íslensk stjórnvöld hafi sent sjóðnum endurnýjaða viljayfirlýsingu um samstarf. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert