Læra af Búsáhaldabyltingu

Liðsmenn sænsku efnahagsbrotadeildarinnar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í gær.
Liðsmenn sænsku efnahagsbrotadeildarinnar á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í gær. mbl.is/Júlíus

„Við erum hér í tveggja daga heimsókn til þess að fræðast almennt um lögreglustörf á Íslandi,“ segir Johan Tegle, greinandi hjá sænsku efnahagsbrotadeildinni sem stödd er hér á landi.

„Í deildinni starfa aðallega lögreglumenn svo við viljum vita hvernig lögreglan er skipulögð á Íslandi og hvernig hún starfar.“

Í gær heimsóttu Svíarnir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og í dag munu þeir kynna sér störf sérstaks saksóknara og efnahagsbrotadeildar lögreglunnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert