Kveiktu í Krýsuvíkurkirkju

Rústir Krýsuvíkurkirkju.
Rústir Krýsuvíkurkirkju. mynd/Ómar Smári

Fjögur ungmenni hafa játað að hafa farið til Krýsuvíkur á nýársdagskvöld síðasta í þeim eina tilgangi að kveikja í gömlu kirkjunni þar. Þetta kemur fram á bloggvef Þórhalls Heimissonar, sóknarprests í Hafnarfirði. Bætir Þórhallur því við að rannsóknarlögreglan muni skýra nánar frá því sem gerðist innan tíðar.

Slökkviliðið í Grindavík var kallað út vegna eldsins aðfaranótt 2. janúar en þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang  var kirkjan fallin og gátu þeir ekki gert annað en að slökkva í glæðunum. 

Krýsuvíkurkirkja var byggð árið 1857, fyrir 153 árum, og endurbyggð og endurvígð árið 1964. Kirkjan var í vörslu þjóðminjavarðar.  

Bloggvefur Þórhalls Heimissonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka