Nýr formaður SUF

Sigurjón Norberg Kjærnested.
Sigurjón Norberg Kjærnested.

Nýr formaður Sambands ungra framsóknarmanna var kjörinn á sambandsþingi um helgina. Fór Sigurjón Norberg Kjærnested með sigur af hólmi í formannskjöri en  Sigurður Aðalsteinsson bauð sig einnig fram. 

Sigurjón er 24 ára meistaranemi í vélaverkfræði á sviði jarðvarmaorku við Háskóla Íslands og hefur einnig stundað eðlisfræðinám við HÍ og The University of British Colombia í Kanada. Hann situr í stjórn Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík og er nýkjörinn til setu í þeirri nefnd Framsóknarflokksins sem taka mun innra starf flokksins til endurskoðunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert