Réttlæti og sanngirni leiðarljós í störfum þingmanna

Þingmyndir úr þingsal Víðir Smári Petersen nýr þingmaður
Þingmyndir úr þingsal Víðir Smári Petersen nýr þingmaður Árni Sæberg

Verði fyrrverandi ráðherrar dregnir fyrir landsdóm á grundvelli tillagna þingmannanefndarinnar eru mannréttindi þeirra brotin. Þetta sagði Víðir Smári Petersen, háskólanemi, í jómfrúrræðu sinni á Alþingi nú síðdegis en hann tók sæti þar í dag.

Réttlæti og sanngirni ætti ætíð að vera leiðarljósið í störfum þingmanna. Hvorugs gætti í umræðum um hugsanleg málaferli fyrir landsdómi. Hann vildi ekki taka þátt í því að brjóta á réttindum fyrrverandi ráðherra.

„Málsferð þingmannanefndarinnar virðist hafa verið með þeim hætti að lesa rannsóknarskýrslu Alþingis og grundvalla tillögur sínar eingöngu á því,“ sagði Víðir. Þetta hafi gerst á bak við luktar dyr enginn sem nefndin taldi sekan um vanrækslu hafi verið kallaður fyrir nefndina.

Ráðherrarnir fyrrverandi hafi ekki vitað hvað þeir væru sakaðir um og ætti það sérstaklega við um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem ekki var talin hafa sýnt af sér vanrækslu í rannsóknarskýrslunni.

Þá sagði Víðir sérstakt að Alþingi fari með ákæruvald í málinu. Þingið ætti að fara með ákæruvaldið af skynsemi en ekki að notfæra sér það.

Víðir er tæplega 22 ára og yngstur allra, sem tekið hafa sæti á Alþingi. 

Heiður að setjast á Alþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert