Allt það versta sem menn óttuðust

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is/Ómar

„Ég tel að allt það versta sem menn óttuðust að gæti gerst á grundvelli ráðherraábyrgðarlaganna sé að gerast hér í dag,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins við lok atkvæðagreiðslunnar um tillögur um málshöfðun gegn ráðherrum á Alþingi nú síðdegis.

Bjarni sagði að matskennd ákvæði væru notuð til að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm. Bjarni sagði einnig að komið hefði í ljós við atkvæðagreiðsluna að þingflokkar noti þingstyrk sinn til að skjóta samflokksmönnum sínum undan því að vera dregnir fyrir dóminn.

Þetta sýni það sem menn hafi rætt þegar lögin um Landsdóm voru sett að líklegast væri að myndi gerast. En Bjarni sagði einnig að hugmyndir þeirra sem lögðu fram ákærurnar hafi fengið harðan dóm, þar sem þingið hefði hafnað þeim í þremur af fjórum tilvikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert