Svandís lýsir sig vanhæfa

Svandís Svavarsdóttir.
Svandís Svavarsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um aðalskipulag Ölfuss 2002-2014, sem tekur meðal annars til Bitruvirkjunar. Í kjölfarið hefur Guðbjartur Hannesson, heilbrigðisráðherra verið settur umhverfisráðherra í málinu.

Svandís lýsir sig vanhæfa vegna ummæla um Bitruvirkjun sem hún hefur látið falla á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur og stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Umhverfisráðherra sat sem borgarfulltrúi í Reykjavík á árunum 2006-2009 og í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á árunum 2007-2009. Þar tjáði ráðherra sig um skoðun sína á Bitruvirkjun með afgerandi hætti. Það er því niðurstaða umhverfisráðherra að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka afstöðu til skipulagstillögu Ölfuss með vísan til hæfisreglna stórnsýsluréttarins, samkvæmt tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert