Ríkisstarfsmönnum fækkar

Björn Valur Gíslason rýnir í pappíra.
Björn Valur Gíslason rýnir í pappíra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björn Valur Gíslason, varaformaður fjárlaganefndar, segist eiga von á að opinberum starfsmönnum fækki á næsta ári, en reynt verði í lengstu lög að forðast uppsagnir.

Hann segir að á næsta ári verði gripið til mjög harðra sparnaðaraðgerða, en fyrirhugað er að lækka útgjöld ríkissjóðs um 30 milljarða.

Björn Valur segist vera ánægður með hvernig gengið hafi að halda utan um útgjöld ríkissjóðs. Í öllum meginatriðum hafi tekist að halda áætlun. Í útgjaldafrekasta ráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu, sé aðeins einn liður sem hafi gengið illa að hafa stjórn á, en það sé Sjúkratryggingastofnun. Sérstaklega sé ánægjulegt hvað Landspítalanum hafi gengið vel að halda sig innan fjárheimilda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert