Mikil reiði og margt að

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hefur aftur tekið sæti á Alþingi segir að mótmælin fyrir utan þinghúsið komi sér ekki á óvart. „Það er mikil reiði í samfélaginu og hún speglaðist vel hérna úti á vellinum áðan,“ segir hann.

„Við tökum að sjálfsögðu mjög til okkar og mark á því sem veldur reiðinni og ólgunni í samfélaginu. Það er svo fjölda margt að,“ segir hann.

Björgvin segir það sérstaka upplifun að vera við þingsetningu þegar mikil átök séu fyrir utan þinghúsið.

„Það er verið að kalla eftir uppgjöri á tímabili sem spannaði hér upp undir áratug og hrundi svo með braki og brestum, og við höfum ekkert náð að vinna úr því ennþá.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert