Of margar sveitarsjóðir reknir með halla

Reykjanesbær er með skuldsettari sveitarfélögum landsins.
Reykjanesbær er með skuldsettari sveitarfélögum landsins. Morgunblaðið/ÞÖK

Töluverð umskipti þurfa að verða í rekstri margra sveitarfélaga á næstu árum og ljóst að allt of mörg sveitarfélög hafa rekið sveitarsjóði sína með halla. Langtímaskuldir sveitarfélaga hafa meira en tvöfaldast á undanförnum tveimur árum, hvort tveggja í innlendri og erlendri mynt og námu heildarskuldir sveitarsjóða 141,7 milljarði króna um sl. áramót. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár.

Ef bætt er við heildarskuldirnar lífeyrisskuldbindingum og viðskiptaskuldum námu skuldir og skuldbindingar sveitarsjóða alls 224,8 milljörðum króna í upphafi árs. Sveitarfélögin hafa jafnan verið með um þriðjung langtímalána sinna í erlendri mynt og hafa þau hækkað mikið við gengisfall krónunnar. Langtímaskuldir í innlendri mynt hafa sömuleiðis meira en tvöfaldast á undanförnum tveimur árum þar sem sveitarfélögin hafa nú eingöngu tök á því að brúa hallarekstur sinn innanlands.

Með aðgerða sem boðaðar eru í fjárlagafrumvarpinu er virkara samráð milli stjórnsýslustiganna um markmið í opinberum   fjármálum og gerð fjárhagsáætlana. Þau áform munu gera efnahagsstjórnina markvissari og árangursríkari. „Núverandi staða margra sveitarsjóða er þó þannig að það mun taka langan tíma að koma þeim á beinu brautina í þessum efnum,“ segir í frumvarpinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert