Litlar breytingar á fylgi flokkanna

Fylgi Samfylkingarinnar dalar milli mánaða.
Fylgi Samfylkingarinnar dalar milli mánaða. Kristinn Ingvarsson

Litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna í nýrri könnun Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar dalar aðeins milli mánaða en fylgi annarra flokka stendur í stað. Um 40% landsmanna styðja ríkisstjórnina. Þetta kom fram í fréttum RÚV.

Um 23% segjast myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga nú (var 25%). VG mælist með 21% fylgi. Sjálfstæðisflokkinn ætla 35% svarenda að kjósa og 12% ætlað að kjósa Framsóknarflokkinn. Um 9% ætla að kjósa aðra flokka, þar af 4% Hreyfinguna.

Nálægt 13% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 17% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram núna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert