Ríkisstjórnin var vöruð við

Skuggahverfið úr lofti.
Skuggahverfið úr lofti. Rax / Ragnar Axelsson

Ríkisstjórnin var vöruð við afleiðingum þess að láta þúsundir heimila fara undir hamarinn en kaus að láta markaðinn ráða för. Þetta fullyrðir Alex Jurshevski, fjármálasérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Recovery Partners, en hann segir Bandaríkjastjórn þrýsta á banka um að lækka húsnæðislán.

Jurshevski fundaði með íslenskum þingnefndum í mars og færði þá rök fyrir því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf ef svo stór hluti heimila yrði settur í gjaldþrot með tilheyrandi hruni í fasteignaverði.

Ríkisstjórnin stæði frammi fyrir tveimur vondum kostum. Annar væri að halda áfram á sömu braut, sem væri verra, ellegar að grípa inn í og láta bankana taka á sig tap við niðurfærslu húsnæðislána.

Síðari kosturinn væri sem segir ekki góður en myndi þó verða til að styrkja heimilin og þar með stuðla að því að neysla í hagkerfinu héldist í horfinu.

Forsendurnar brostnar

Með því að stefna svo stórum hluta heimila í þrot væri verið að stuðla að auknum samdrætti í neyslu með tilheyrandi aukningu í atvinnuleysi eftir því sem verslun innanlands minnkar.

„Íslenska fjármálakerfið gengur aðeins upp ef verðlagning á húsnæði er eðlileg og þegar aukinn kaupmáttur er knúinn áfram af hagvexti og litlu atvinnuleysi. Nú horfir Ísland fram á niðurfærslu á húsnæðisverði á tímum mikils offramboðs, stöðnun í launaþróun, aukið atvinnuleysi, neikvæðan hagvöxt og verðhjöðnun - staða sem er slæm fyrir þá sem tóku húsnæðislán. Ástandið er afleiðing þess að íslenska fjármálakerfið heimilar ekki afskriftir á lánum,“ segir Jurshevski. 

Án fordæmis

Jurshevski segir aðspurður að staðan á fasteignamarkaðnum á Íslandi og í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin, sé án fordæmis frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. 

Það hafi aldrei gerst fyrr að svo mörg heimili stæðu frammi fyrir því að missa heimili sín vegna fasteignabólu sem hefði sprungið. Því þurfi að grípa til óhefðbundinna aðgerða til að takast á við fordæmislausan vanda.

Máli sínu til stuðnings segir Jurshevski að Bandaríkjastjórn þrýsti nú á fjármálastofnanir að lækka fasteignalán. Verð á fasteignum hafi enda hrunið og nefnir Jurshevski til dæmis að það sé nú allt að 50% lægra á Flórída en fyrir hrun. Þeir sem hafi tekið fasteignalán setji því uppi með lán sem séu langt yfir markaðsvirði fasteignanna sem þeir keyptu er fasteignabólan reis sem hæst.

Íslendingar skulda meira

Hann segir Íslendinga skulda meira í húsnæðislán en flestar þjóðir.

„Samanlögð húsnæðislán Íslendinga námu 217% af þjóðarframleiðslu árið 2008, hlutfall sem er tvöfalt til þrefalt meira en í flestum ríkjum,“ segir Jurshevski sem leiðir líkur að því að hlutfallið sé nú jafnvel komið í 250%. 

Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ...
Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á góðri stund. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

FORD ESCAPE JEPPI TIL SÖLU
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Vel með farinn...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...