Ríkisstjórnin var vöruð við

Skuggahverfið úr lofti.
Skuggahverfið úr lofti. Rax / Ragnar Axelsson

Ríkisstjórnin var vöruð við afleiðingum þess að láta þúsundir heimila fara undir hamarinn en kaus að láta markaðinn ráða för. Þetta fullyrðir Alex Jurshevski, fjármálasérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Recovery Partners, en hann segir Bandaríkjastjórn þrýsta á banka um að lækka húsnæðislán.

Jurshevski fundaði með íslenskum þingnefndum í mars og færði þá rök fyrir því að það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf ef svo stór hluti heimila yrði settur í gjaldþrot með tilheyrandi hruni í fasteignaverði.

Ríkisstjórnin stæði frammi fyrir tveimur vondum kostum. Annar væri að halda áfram á sömu braut, sem væri verra, ellegar að grípa inn í og láta bankana taka á sig tap við niðurfærslu húsnæðislána.

Síðari kosturinn væri sem segir ekki góður en myndi þó verða til að styrkja heimilin og þar með stuðla að því að neysla í hagkerfinu héldist í horfinu.

Forsendurnar brostnar

Með því að stefna svo stórum hluta heimila í þrot væri verið að stuðla að auknum samdrætti í neyslu með tilheyrandi aukningu í atvinnuleysi eftir því sem verslun innanlands minnkar.

„Íslenska fjármálakerfið gengur aðeins upp ef verðlagning á húsnæði er eðlileg og þegar aukinn kaupmáttur er knúinn áfram af hagvexti og litlu atvinnuleysi. Nú horfir Ísland fram á niðurfærslu á húsnæðisverði á tímum mikils offramboðs, stöðnun í launaþróun, aukið atvinnuleysi, neikvæðan hagvöxt og verðhjöðnun - staða sem er slæm fyrir þá sem tóku húsnæðislán. Ástandið er afleiðing þess að íslenska fjármálakerfið heimilar ekki afskriftir á lánum,“ segir Jurshevski. 

Án fordæmis

Jurshevski segir aðspurður að staðan á fasteignamarkaðnum á Íslandi og í Bandaríkjunum, svo dæmi séu tekin, sé án fordæmis frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. 

Það hafi aldrei gerst fyrr að svo mörg heimili stæðu frammi fyrir því að missa heimili sín vegna fasteignabólu sem hefði sprungið. Því þurfi að grípa til óhefðbundinna aðgerða til að takast á við fordæmislausan vanda.

Máli sínu til stuðnings segir Jurshevski að Bandaríkjastjórn þrýsti nú á fjármálastofnanir að lækka fasteignalán. Verð á fasteignum hafi enda hrunið og nefnir Jurshevski til dæmis að það sé nú allt að 50% lægra á Flórída en fyrir hrun. Þeir sem hafi tekið fasteignalán setji því uppi með lán sem séu langt yfir markaðsvirði fasteignanna sem þeir keyptu er fasteignabólan reis sem hæst.

Íslendingar skulda meira

Hann segir Íslendinga skulda meira í húsnæðislán en flestar þjóðir.

„Samanlögð húsnæðislán Íslendinga námu 217% af þjóðarframleiðslu árið 2008, hlutfall sem er tvöfalt til þrefalt meira en í flestum ríkjum,“ segir Jurshevski sem leiðir líkur að því að hlutfallið sé nú jafnvel komið í 250%. 

Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ...
Jurshevski er hér með Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á góðri stund. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fólk komist leiða sinna í fyrramálið

21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Með 80 þúsund í heildartekjur á mánuði

10:53 „Við erum jafnvel með fólk sem er að fá 80.000 í heildartekjur á mánuði og ekkert annað,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, í þættinum Sprengisandi nú í morgun. „Við verðum að finna leiðir með stjórnvöldum til að bæta þetta, því það getur enginn lifað á þessu.“ Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Fyrrum fangar fá aðstoð

11:10 Rauði krossinn og Fangelsismálastofnun gerðu í gær með sér samstarfssamning um aðstoð sjálfboðaliða við einstaklinga sem brotið hafa af sér, eftir að afplánun refsivistar í fangelsum líkur. Um er að ræða útvíkkun á heimsóknarþjónustu Rauða krossins. Meira »

Rólegt andrúmsloft í Leifsstöð

10:18 Engin örtröð ríkir í Leifsstöð, þrátt fyrir miklar raskanir á öllum leiðum Icelandair sökum verkfalls flugvirkja. Gert er ráð fyrir frekari röskunum seinna í dag en enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni enn sem komið er. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
100% Láni í boði: Skoda Oktavia.
Bílasalam Start Auglýsir: Vorum að fá í sölu á frábærum kjörum Skoda Oktavi...
Mercedes Benz 316 CDI
Mercedes Benz 316 CDI maxi 4x4. framl. 07.2016 Hátt og lágt drif. Rafmagns- og u...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Onrs- 2017- 19 ræstingaþjónusta
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunna...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...