Rúður brotnar í þinghúsinu

Búið er að brjóta rúður í þinghúsinu og í skálanum við Alþingi. Einnig var rúða brotin í Dómkirkjunni. Þúsundir manna eru enn við húsið, en umræður um stefnuræðu Alþingis er lokið. Lögreglan stendur enn vörð við húsið.

Hópur mótmælenda hefur fært sig aftur fyrir þinghúsið þar sem bílastæðin eru. Svo er að sjá sem sumir hafi áhuga á að ná tali af þingmönnum sem eru á leið til síns heima. Lögreglumenn með hjálma á höfði hafa líka fært sig aftur fyrir húsið. Einn mótmælandi kastaði lítilli skottertu niður í rampinn þar sem bílar aka út úr bílastaðakjallara Alþingis. Sumir þingmenn hafa gengið í gegnum hóp mótmælenda og að bílum sínum. Engin átök hafa átt sér stað milli mótmælenda og lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert