Vilja ekki breyta um stefnu.

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja, að lítill árangur hafi orðið á fundi þeirra með fulltrúum stjórnarflokkanna um leiðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði að um hefði verið að ræða upplýsingafund til að kynna stöðuna. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að ríkisstjórnin væri ekki tilbúin til að breyta um stefnu heldur vildi fá stjórnarandstöðuna að borðinu til að ræða sínar tillögur.

Þegar Þór Saari, formaður Hreyfingarinnar, var beðinn um að gefa fundinum einkunn fyrir árangur á bilinu 0 til 5 svaraði hann: 0,5.

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokks, sagði að sér virtist sem ríkisstjórnin stæði jafn ráðþrota frammi fyrir þessum vanda og áður. Ekkert hefði komið fram á fundinum sem breytti þeirri skoðun hennar.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert