Mótmæla niðurskurði hjá HSS

Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ
Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ SteinarH

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mótmælir harðlega fyrirhuguðum tillögum um niðurskurð á grunnþjónustu í heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum sem framkoma í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla.

„Niðurskurður í heilbrigðisþjónustu er þungt högg fyrir þær þúsundir einstaklinga sem lifað hafa í skugga langvarandi atvinnuleysis og eru að missa heimili sín. Fjárlagatillögurnar eru ávísun á frekara atvinnuleysi 60-100 manna þar sem heilbrigðisstarfsmönnum er bætt í raðir atvinnulausra eða vísað úr landi,“ segir í mótmælum bæjarstjórnarinnar.

Engin rök fyrir að flytja fæðandi konur af svæðinu

„Engin sparnaðarrök mæla með því að flytja nærþjónustu við aldraða sjúka, fæðandi konur, hjartasjúklinga, krabbameinssjúklinga, líknandi meðferð deyjandi sjúklinga, lungnasjúklinga, sjúklinga í endurhæfingu og aðra sjúka og langveikra af svæðinu, þegar sýnt hefur verið að þessir þættir eru hagkvæmar reknir á HSS en LSH," segir enn fremur.

Hér er hægt að lesa ályktunina í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert