Málshöfðun gegn Geir sé marklaus

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Golli

Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að málið gegn honum sé ónýtt þar sem Alþingi hafi enn ekki kosið saksóknara til að sækja málið fyrir landsdómi. Það sé skýrt í lögum að kjósa skuli saksóknara um leið og samþykkt sé að ákæra. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Andri Árnason, lögmaður Geirs, sendi Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, vegna málsins. Hún gerði forsætinefnd þingsins grein fyrir málinu í dag. Niðurstaða liggur ekki fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert