Sjaldgæfar skríkjur heimsækja Ísland

Grímuskríkja er sjaldgæfur flækingur sem gladdi Eyjamenn nýlega.
Grímuskríkja er sjaldgæfur flækingur sem gladdi Eyjamenn nýlega. mbl.is/Ingvar

Vart hefur orðið nokkurra tegunda flækingsfugla hér á landi í haust eins og flest haust á síðustu árum. Af þeim sjaldgæfustu má nefna grímuskríkju og frænku hennar krúnuskríkjuna.

Sparrhaukur hefur sést, einnig grænfinka og gulllóa, þyrni-, sef- og seljusöngvarar að ógleymdum myndarlegum hópi sportittlinga sem sáust fyrir um tveimur vikum í Vestmannaeyjum. Skríkjurnar koma frá Ameríku, en söngvararnir frá Evrópu, en þessir fuglar bera sama eftirnafn.

Í umfjöllun í Morgunblaðinu í dag, segir Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður,  merkilegast við þessar heimsóknir að grænfinkur hafi sést hér í fimmta og sjötta skipti. Sparrhaukur sé ekki heldur algengur og sá sem hafi verið í skógræktinni við Djúpavog sé í hópi innan við tíu slíkra sem hér hafa sést.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka