Um 60 mál í virkri rannsókn

Eva Joly og Ólafur Þór Hauksson á blaðamannafundi í dag.
Eva Joly og Ólafur Þór Hauksson á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Júlíus

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki ræða nánar um þau 60 mál sem eru í rannsókn eða þau 24 sem falla niður eða fyrirsjáanlegt er að falli niður. Hann sagðist vonast til að síðasta málið færi frá embættinu árið 2014.

Aðspurður sagðist hann ekki óttast að tafir og annir í dómskerfinu myndu skaða málatilbúnað embættisins. 

Eva Joly sagði að íslensk stjórnvöld ættu að íhuga að setja á fót sérstaka dómsdeild sem fengist við efnahagsbrot, m.a. til að dómsmeðferð yrði skilvirkari. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert