Landinn æstur í Björgvin

Margir vilja ólmir komast yfir miða á tónleika Björgvins.
Margir vilja ólmir komast yfir miða á tónleika Björgvins. Eggert Jóhannsson

Miðasala á jólatónleika Björgvins Halldórssonar hófst nú rétt í þessu. Áætlað var að hefja söluna kl.10:00 í morgun en hún var það mikil að midi.is hreinlega hrundi. 

„Salan fór af stað klukkan tíu í morgun og það voru svo mikil læti að midi.is fór á hliðina klukkutíma síðar. Hún datt svo alveg niður í hádeginu. Þeir komu síðunni aftur í loftið en tóku söluna á Björgvin út. Það þurfti að laga síðuna til að hún gæti þolað álagið,“ sagði Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu í samtali við mbl.is.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert