Brýnt að tryggja forræði Íslendinga á auðlindum

Brýnt er að fjárfestingalög og lagasetning um auðlindamál tryggi að auðlindir landsins þjóni borgurum þess um ókomna framtíð. Þetta segir í bókun tveggja varamanna nefndar um erlenda fjárfestingu sem send var á fjölmiðla í kvöld í tilefni af málslokum í Magmamálinu svonefnda.

Einnig segir í bókuninni að mál af þessu tagi séu flókin og snúist ekki aðeins um lög um erlenda fjárfestingu. „Þau lög fjalla um takmarkanir á eignarhaldi erlendra aðila í sjávarútvegi, orkufyrirtækjum og flugrekstri. Önnur lög eru um nýtingu og eignarhald auðlinda svo og einkarekstur og nýtingu einkaaðila á auðlindum landsins. Þessum lögum er oft ruglað saman og ekki er nægjanlegt samræmi milli þeirra.“

Einnig kemur fram að nefndin telji mikilvægast að umrædd lög tryggi öll forræði Íslendinga á auðlindum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert