Örnum fjölgaði í sumar

Íslenskur haförn á flugi.
Íslenskur haförn á flugi. mbl.is/Golli

Arnarvarp heppnaðist mjög vel í sumar. Fram kemur á vef Skessuhorns, að um sé að ræða metár í fjölda unga sem komust á legg annað árið í röð sem og fjölda hreiðra, en verpt var í 49 hreiður í sumar.

Alls komust 38 ungar á legg úr 27 hreiðrum  en í fyrra komust 36 ungar  á flug. Það var þá mesti fjöldi frá árinu 2004 þegar lifðu 34 ungar. 

Starfsmenn Náttúrustofu Vesturlands hafa fylgst með arnarstofninum við Breiðafjörð í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúrustofu Vestfjarða í Bolungarvík.

Blaðið hefur eftir Róbert Stefánssyni, forstöðumanni Náttúrustofu Vesturlands, að vöxtur sé í arnarstofninum þótt hann sé ekki enn farinn að skila sér í fjölgun varppara en þau hafa í nokkur ár verið 65.

Skessuhorn.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert