Hafnarfjörður fær einkarétt á Jólaþorpi

Reuters

Einkaleyfastofa hefur staðfest að vörumerkið Jólaþorp er eign Hafnarfjarðarbæjar en bærinn kærði fyrri úrskurð um að um almennt heiti væri að ræða. 

Almenna heitið mun vera jólamarkaður en nafnið Jólaþorp hefur 7 ára markaðsfestu og á því byggist staðfesting Einkaleyfastofu nú.

Undirbúningur er nú í fullum gangi við Jólaþorpið í Hafnarfirði og er uppselt í öll söluhúsin. Þar  verður opið frá 13-18 á laugar- og sunnudögum alla aðventuna og á Þorláksmessu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert