Hátekjufólk á atvinnuleysisbótum

Sextíu og fimm manns voru á síðasta ári með meira en 10 milljónir króna í launatekjur en fengu þó greiddar bætur frá Vinnumálastofnun. Alls fékk þessi hópur 23 milljónir greiddar í atvinnuleysisbætur.

Þetta kemur fram í grein Páls Kolbeins í Tíund, riti embættis ríkisskattstjóra, þar sem fjallað er um atvinnuleysisbætur. Segir í greininni, að sumir, sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur árið 2009 og voru með háar tekjur, hafi drýgt tekjur sínar með því að taka út lífeyrissparnað. Þá séu ýmsar skattfrjálsar greiðslur s.s. dánarbætur eða miska- og skaðabætur oft stór hluti tekna þessa fólks.

Páll segir, að þegar litið sé framhjá öðrum tekjum en launum, hlunnindum, reiknuðu endurgjaldi og hagnaði af vinnu við eigin atvinnurekstur sé þó samt sem áður nokkur hópur fólks sem fékk greiddar atvinnuleysisbætur árið 2009 þrátt fyrir að hafa fengið háar launagreiðslur það ár.

Langflestir eða 22.514 þeirra 27.638 sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur, eða 81,5%, voru þó með minna en þrjár milljónir í launatekjur árið 2009. Þar af fengu 4037 engin laun greidd. Þá voru 9186, eða þriðjungur þeirra sem fengu bætur, með þrjár til sex milljónir í laun árið sem þeir fengu greiddar bætur og 457 fengu sex til tíu milljónir í laun.

Vefur ríkisskattstjóra

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert