Bíll fyrir takkaglaða

Svæðisstjórn björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu hefur síðastliðna
20 mánuði unnið við að smíða nýjan og tækjum hlaðinn stjórnstöðvarbíl í
sjálfboðavinnu. Hann var formlega tekinn til notkunar í dag á ráðstefnunni Björgun 2010, sem stendur fram á sunnudag. Leitað var eftir hugmyndum erlendis frá en í bílnum er vægast sagt allt til alls.

„Þetta er búið að vera áhugamálið okkar í vetur, en það var alveg kominn tími á að endurnýja gamla bílinn. Nýi bíllinn er mjög hlýlegur og góður og það er miklu rýmra um okkur núna,“ segir Birgir Birgisson í svæðisstjórn björgunarsveita.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert