Skiljum kynjagleraugun aldrei við okkur

Guðrún Jónsdóttir ávarpaði fjöldann í dag.
Guðrún Jónsdóttir ávarpaði fjöldann í dag. mbl.is/Ómar

Þakklæti til þeirra kvenna sem hafa lagt hönd á plóginn í baráttunni gegn misrétti og kúgun kvenna var Dr. Guðrúnu Jónsdóttur ofarlega í huga í ávarpi hennar á Kvennafrídaginn í dag. Guðrún, sem er stofnandi Stígamóta, sagði að baráttumál dagsins væru sýnilegustu merkin um kynjamisréttið.

„Á ári fyrsta kvennaverkfallsins 1975 var hugtakið kynferðisofbeldi nánast óþekkt í orðræðunni. Væri fjallað um eitthvert form þess hvort heldur var í ræðu eða riti, lærðra sem leikra,var gengið út frá því að það væru konur og börn sem kölluðu það yfir sig og bæru á því ábyrgð. Karlarnir sem frömdu það væru nánast leiksoppar útsmoginna kvensnifta,“ sagði Guðrún í ávarpi sínu.

„Væri konum nauðgað væri það þeim sjálfum að kenna.  Við hverju gætu þær líka búist með því fara einar út, það er án verndar karlmanns, maður talar nú ekki um ef þær væru undir áhrifum áfengis,“ sagði Guðrún.

Hún sagði að litið hefði verið á vændi sem atvinnugrein, sem konur veldu sér og nytu að starfa við. „Slík afstaða og viðhorf heyrast vart lengur. Opinber ummæli valdamikilla karla sem starfa í réttarkerfinu og birst hafa nýlega bera þess þó vott að viðhorfin lifa enn og eiga sér þar formælendur. Kannske skýrir það að einhverju leyti ömurleg afdrif margra kynferðisofbeldismála innan réttarkerfisins“

Guðrún sagði þó að ljóst væri að barátta kvenna gegn hvers kyns kynferðisofbeldi síðustu 20 - 30 árin hefði lyft grettistaki. Hún sagði að launamisrétti kynjanna væri óásættanlegt og afnám þess hefur jafnan verið efst á blaði í kvennabaráttunni.

„Lengi vel var launamisréttið réttlætt með því að við værum ekki eins áreiðanlegur vinnukraftur og karlarnir vegna barneigna og fjarvista vegna veikinda barna. Síðar var skýringin á launamisréttinu að karlarnir væru svo miklu betur menntaðir en við afar vinsæl. Ástandið væri sem sagt okkur að kenna. I dag eru fleiri konur en karlar í háskólanámi, en ekkert dugir.
Í dag vinnum við tvo tíma og 35 mínundur launalaust á degi hverjum miðað við launamun kynjanna. Er það ásættanlegt?“ spurði Guðrún.

Hún sagði að krepputími væri ekki auðveldasti tími kvennabaráttu. „Aldrei er þó meiri nauðsyn en nú að við stöndum bæði vörð um það sem áunnist hefur og sækjum fram. Óleystu verkefnin eru ærin,“ sagði Guðrún og áminnti viðstadda um að skula kynjagleraugun aldrei við sig.

Athugasemd frá mbl.is: Röng mynd birtist með fréttinni í byrjun og er beðist velvirðingar á því.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Voru reikulir eins og eftir árekstur

14:47 „Sé flett er hálft ár aftur í sögubókunum þá var mín afstaða þá skýr. Ég taldi að það væri nánast bara handavinnan eftir og það væri frekar auðvelt að koma þessu flokkum saman. Ég hef svo sem ekkert breytt um skoðun á því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst í dag

14:45 Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast hjá sýslumönnum og utanríkisþjónustunni hefjast í dageða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu. Meira »

Þátttaka í bólusetningum óviðunandi

14:36 Þátttaka í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 var svipuð og árið 2015, nema við 12 mánaða og 4 ára aldur þar sem hún var töluvert lakari á árinu 2016. Líkur eru á að innköllunarkerfi heilsugæslunnar sé ófullnægjandi fyrir börn á þessum aldri. Ef þátttaka minnkar enn frekar má búast við að hér á landi fari að sjást sjúkdómar sem ekki hafa sést um árabil. Meira »

WOW air býður upp á hádegisflug

14:06 Flugfélagið WOW air hefur ákveðið að nýta dauða tímann sem myndast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í hádeginu með því að hefja daglegar áætlunarferðir til nokkurra borga í Evrópu í vor. Meira »

Óvissa eitur í beinum fjárfesta

14:01 Fjármálaráðherra segir það alvarlegt mál að ef erlendir aðilar dragi tímabundið úr fjárfestingu hérlendis vegna þeirrar óvissu sem ríkir um stjórn efnahagsmála. „Það sem er eitur í þeirra beinum er óvissa,” segir Benedikt Jóhannesson. Meira »

Vatnaskemmdir í Berufirði

13:59 Vegna vatnavaxta hefur vegur skemmst við bæinn Núp í norðanverðum Berufirði og er þar nú aðeins fært á litlum bílum. Ökumönnum stærri bíla er bent á að fara veginn um Öxi. Meira »

Óljóst hvort niðurstaða fáist á fundinum

13:05 Formenn allra þingflokka sem eiga sæti á Alþingi funda nú með forseta Alþingis um með hvaða hætti verður hægt að ljúka störfum fyrir kosningar. Tilgangur fundarins er að reyna að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »

Páll hættur hjá Hæstarétti Íslands

13:39 Páli Hreinssyni var veitt lausn frá embætti dómara við Hæstarétt Íslands síðastliðinn föstudag. Þetta kemur fram á vefsíðu Hæstaréttar. Meira »

„Þetta er hrein snilld“

12:31 „Aflabrögðin hafa verið góð og það er ekkert upp á þau að kvarta. Við erum smám saman að læra á nýtt skip og nýjan búnað og hver veiðiferð fer í reynslubankann og færir okkur nær því takmarki að tileinka okkur alla þessa nýju tækni.“ Meira »

Harður árekstur á Hringbraut

12:23 Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir harðan árekstur fimm bíla á mótum Hringbrautar og Njarðargötu.   Meira »

Líst mjög vel á tillögu Bjarna

12:15 Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra er hrifinn af tillögu Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að stjórnarskráin verði endurskoðuð í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Flestir vilja VG í næstu stjórn

12:12 Meirihluti aðspurðra í nýrri skoðanakönnun Gallups vill sjá Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í þeirri ríkisstjórn sem tekur við völdum að loknum þingkosningunum 28. október í einni mynd eða annarri eða 57%. Meira »

Hægt að sækja um vegabréf í 10 löndum

12:03 Íslendingar geta núa sótt um vegabréf í sendiráði Íslands í París, Tókýó og aðalræðisskrifstofunni í New York. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Meira »

Bakaralandsliðið keppir í Stokkhólmi

11:36 Íslenska bakaralandsliðið tekur þátt í Norðurlandakeppni í bakstri sem fram fer í Stokkhólmi um næstu helgi. Í landsliðinu eru sex ungir bakarar sem hafa á undanförnum mánuðum æft sig í gerð ýmis konar brauðmetis og gerð skrautstykkis. Meira »

Reyndu að mynda minnihlutastjórn

10:57 „Ég sagði við fjölmiðla á föstudaginn eftir að þetta allt gerðist að ég teldi ábyrgt að kanna aðrar leiðir til þess að mynda ríkisstjórn og ég lét á það reyna. Það kom hugsanlega til greina einhvers konar minnihlutastjórn sem hefði þá þurft á hlutleysi fleiri flokka að halda til þess að verja hana falli.“ Meira »

Sigríður víkur sæti vegna umsóknar

11:56 Dómsmálaráðuneytinu hefur borist 41 umsókn um 8 stöður héraðsdómara sem auglýstar voru lausar til umsóknar 1. september sl. Umsóknarfrestur rann út 18. september. Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að víkja sæti í málinu vegna umsóknar Ástráðs Haraldssonar hæstaréttarlögmanns. Meira »

Vill lögleiða neyslu kannabisefna

11:16 Pawel Bartozek, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp um lögleiðingu á neyslu kannabisefna, en hann greinir frá því á heimasíðu sinni. Frumvarpið felur í sér að reglur verði settar um framleiðslu, sölu og meðferð á kannabisefnum og neyslan leyfð. Meira »

Formenn flokkanna funda aftur í dag

10:48 Forseti Alþingis mun funda með öllum formönnum flokka sem eiga sæti á Alþingi klukkan 12:30 í dag. Á fundinum verður rætt með hvaða hætti verður hægt að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Hvort hægt verði að ná sameiginlegri niðurstöðu um einhver mál eða gera málamiðlanir. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...
Útb 20265 vátrygging landsvirkjunar
Tilboð - útboð
Útboð nr. 20265 Vátryggingar...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...