Landsmót a Vindheimamelum næsta sumar

Frá landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2002.
Frá landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2002.

Samþykkt var á landsþingi Landssambands hestamannafélaga, að halda landsmót á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 26. júní til 3. júlí  næsta sumar. Halda átti landsmót á Vindheimamelum í sumar en því var frestað vegna kvefpestar í hrossum.

Á landsþinginu var einnig ákveðið hvar næstu Íslandsmót, yngri flokka og fullorðinna, færu fram. Íslandsmót fullorðinna 2011 verður haldið af hestamannafélaginu Sleipni á Selfossi og Íslandsmót yngri flokka verður á vegum hestamannafélagsins Mána í Keflavík.

Íslandsmót fullorðinna 2012 verður haldið sameiginlega af  hestamannafélögunum Stíganda, Svaða og Léttfeta á Vindheimamelum.  Íslandsmót yngri flokka 2012 verður haldið af hestamannafélaginu Geysi á Hellu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka