Slökkt á götulýsingu þegar börnin eru á leið í skólann

Á leið í skólann.
Á leið í skólann. mbl.is/Eggert

Slokknað hefur á götulýsingu í október á sama tíma og grunnskólabörn ganga í skólann á morgnana.

Forstöðumaður rannsóknarnefndar umferðarslysa segir um óþarfa áhættu að ræða en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg var um mistök að ræða sem leiðrétt verða.

Árvökult foreldri hafði samband við Morgunblaðið og benti á að á sama tíma og hvatt væri til að börnin gengju í skólann væri slökkt á götulýsingunni á meðan á göngunni stæði. Gögn frá Reykjavíkurborg staðfestu orð foreldrisins, að því er fram kemur í blaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert