Jarðskjálftahrinu líklega ekki lokið

Blöndulón.
Blöndulón. mbl.is

Jarðskjálfti upp á 2,7 stig mældist undir Blöndulóni á sjöunda tímanum í morgun og er hann sá stærsti sem mælst hefur á þessum slóðum síðan skjálfti upp á 3 stig reið þar yfir um tíu leytið í gærkvöld. Hrina jarðskjálfta undir Blöndulóni hófst á þriðjudagsmorgun og hafa tugir skjálfta mælst síðan þá.

Einar Kjartansson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hrinunni sé líklega ekki lokið en hann geti þó ekki sagt til um hversu lengi hún haldi áfram.

Aðspurður hvort svæðið sé þekkt jarðskjálftasvæði segir Einar: „Nei, en við höfum stöku sinnum séð skjálfta í nágrenninu fyrir sunnan. Það eru einhverjar hreyfingar á sprungunum sem veldur skjálftum af þessari gerð.“

Þá segir Einar að þekkt sé að uppistöðulón geti ýtt undir jarðskjálftavirkni og að það hafi gerst víða. „Hvort að það gildir í þessu tilfelli getur maður ekki sagt um.“


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert