Vísa ekki til sérstöðu

mbl.is/Brynjar Gauti

Í drögum að sameiginlegri yfirlýsingu þingmannanefndar Evrópuþingsins og Alþingis var tekin út tilvísun í sérstöðu íslensku fiskveiðilögsögunnar. Fundurinn var haldinn 5. október í Reykjavík.

Í upphaflegum texta sagði að „einstæð landfræðileg einkenni íslensku fiskveiðilögsögunnar“ væru einn þeirra þátta sem líta yrði til þegar leitað væri lausna fyrir Ísland í fiskveiðimálum.

Þessi hluti setningarinnar var hins vegar felldur út úr skjalinu. Í endanlegri ályktun er viðurkennt það grundvallarhlutverk sem sjávarútvegurinn gegni í íslensku hagkerfi og menningu. Fram kemur að Ísland verði að fallast á sameiginlega fiskveiðistefnu ESB sem nú er í endurskoðun.

Timo Summa, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, sagði á fundi þingmannanefndarinnar að þó að Ísland gæti haft jákvæð áhrif á sameiginlega fiskveiðistefnu ESB væri hin sameiginlega stefna grunnur samningaviðræðnanna, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert